Ásta Fanney Sigurðardóttir og Valur Brynjar Antonsson

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:15
Verð
Frítt
Bókmenntir

KVEIKJA | Innblástur - bakvið tungumálið

Miðvikudagur 23. mars 2022

Kveikja er hugvekja lista og fræða um eld, innblástur, skynjun og sköpunarferli. Hvað kveikir ljós og jafnvel bál, hver er ljósmóðir/faðir listaverks?

Prómeþeifur færði fórn þegar hann stal eldinum frá guðunum og gaf mannfólkinu að gjöf. Eftir það var hann fjötraður við klett og örn át úr honum lifrina dag hvern til að refsa honum. En á hverri nóttu greri lifrin aftur.

 

Á þriðju Kveikju ársins verður stefnumót milli heimspekings og listamanns.
Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld, tón- og gjörningalistamaður og Valur Brynjar Antonsson, heimspekingur og skáld kveikja í  innblæstri og innsæi, mögulega handan orða. Hvað leynist bakvið tungumálið? Hvernig magnast upp kraftur til listsköpunar?


Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld, gjörninga- og tónlistarmaður hefur getið sér gott orðs fyrir áhrifaríka performansa, ljóðaflutning og skapandi vinnu á mærum lista þar sem hún tvinnar saman tón-, orð-, sviðs- og sjónlistum. Ásta hefur komið fram með gjörninga og skáldskap víða um lönd. Ljóðabókin Eilífðarnóns kom út árið 2019 og hefur m.a. verið þýdd yfir á sænsku. Ásta Fanney hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2017 fyrir ljóðið: 

Silkileið nr. 17

þú breytt­ir mér óvart í vet­ur
og hélst ég væri planta (og sól og ský)
sem vökvaði sjálfa sig með snjó
og geymd­ir mig í brjóst­vasa í krukku með mold
og úr lauf­un­um láku silki­leiðir í gegn­um saum­ana
að tölu sem ég þræddi eitt sinn með hári
ég ferðast þaðan á hraða úlf­alda
því ann­ars verður sál­in eft­ir segja ar­ab­ar
í eyðimörk skyrtu þinn­ar
(sem minn­ir á hand­klæði)
er ég týnd í sveit milli sanda
of ná­lægt
til að geta aðskilið
jörð og skinn
svo ég skauta bara hér
þar til vor­ar


Valur Brynjar Antonsson, heimspekingur hefur unnið á þverfaglegum mærum fræða og lista. Hann hefur fengist við fagurfræði tengda listsköpun, skrifað um framfaratrú listar, verið ötull ritstjóri, kennt heimspeki við Háskóla Ísland og Listaháskólann. Hann var einn af forsprökkum Nýhil á árum áður, var búsettur í New York um árabil, fékkst við ljóðlist og sendi frá sér bækurnar Ofurmennisþrá: milli punkts og stjarna, árið 2004 og Eðalog: drög að vísindaljóðlist 21. aldar, árið 2006.

Fjallað er um kveikjur í lífi og list, um eldspýtur, gjafir, fórnir.
Öll velkomin!

Sjá viðburð á Facebook.

Umsjón: Soffía Bjarnadóttir, verkefnastjóri bókmennta
soffia.bjarnadottir@reykjavik.is