Þjálfarinn Rafn Franklín
Rafn Franklín

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 19:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Lífsstílskaffi | Borðum betur

Þriðjudagur 11. janúar 2022

Eitt stærsta vandamál okkar í mataræði er að við erum að innbyrða of mikla orku en á sama tíma of litla næringu. Þessi staðreynd spilar stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdóma.

Þjálfarinn og heilsuráðgjafinn Rafn Franklín heldur uppi hlaðvarpinu 360 Heilsa þar sem hann gefur hlustendum hagnýt tól til að bæta eigið líf og heilsu. Hann mun fara yfir mýtur í mataræði, hvernig mataræði hefur breyst og hvernig við getum borðað betur fyrir bætta heilsu.

Athugið að þessum viðburði verður streymt.

Fylgist með á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.

 

Viðburður á Facebook.

Vefsíða 360 Heilsa.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni