Hljómsveitin Umbra

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Tónlist

Sagnakaffi | Mín liljan fríð

Miðvikudagur 30. mars 2022

Hljómsveitin Umbra Ensemble er skipuð tónlistarkonunum Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur en þær hafa í sameiningu skapað sinn eigin hljóðheim sem þykir hafa þjóðlegan, fornan blæ með dimmum undirtón. Þær syngja allar og leika á kontrabassa, indverskt harmóníum, barokkfiðlu og slagverk.

Þær mæta á Sagnakaffi og segja frá tónlist sinni, hvernig þær hafa kafað djúpt í þjóðlagaarfinn, hinn forna kveðskap og stemmur frá öllum landshornum, í leit að innblæstri. Örlög og raunir formæðranna eru þeim hugleiknar og mynda rauðan þráð í nýjustu útgáfu þeirra sem er væntanleg í maí. Við megum því búast við vorlegri stemningu með skemmtilegri blöndu af sögum og tónlistarflutningi.

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik.

Viðburðurinn fer fram í salnum Bergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á kaffihúsinu áður en dagskrá hefst.

Öll velkomin - ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
olof.sverrisdottir@reykjavik.is | s. 411 6256 / 664 7718