Hljómsveitin Umbra

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Tónlist

Sagnakaffi | Mín liljan fríð

Miðvikudagur 2. febrúar 2022

Hljómsveitin Umbra var stofnuð haustið 2014 og er skipuð fjórum atvinnutónlistarkonum; Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur.

Á Sagnakaffi ætla þær að spila þjóðleg lög í frumlegum og fallegum útsetningum en þær hafa í sameiningu skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og oft dimman undirtón. Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinnamarkvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs.

Allar plötur Umbru hafa hlotið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki þjóðlagatónlistar og bar platan, “Sólhvörf”, sigur úr býtum á hátíðinni árið 2019.

Umbra ætlar að færa okkur ilm af jólunum en jafnframt segja okkur sögur og syngja önnur lög sem þau hafa á dagskrá. www.umbra-ensemble.com

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

Sagnakaffið fer að þessu sinni fram í Bergi í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því í kaffihúsinu áður en dagskrá hefst.

Allir velkomnir - ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6256 / 664 7718