Kaffikanna, kaffibolli, vínilplata og pappír á parketgólfi
Andrei Bocan/Unsplash

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður
Tónlist

Vínylkaffi I

Fimmtudagur 10. febrúar 2022

„Er of seint að fá sér kaffi núna?“ söng Prins Póló eftirminnilega á hljómplötunni Þriðja Kryddið og þó að hann hafi ekki komist að niðurstöðu sjálfur, liggur beinast við að svara spurningunni neitandi. Það er aldrei of seint að fá sér kaffi.

Í þessu fyrsta Vínylkaffi Borgarbókasafnsins, langar okkur að kynnast tónlistarunnendum í borginni og kynna notendur safnsins fyrir vínylkosti þess, hvernig lán á plötum gengur fyrir sig og hvernig hægt er að panta plötur eða geisladiska.

En fyrst og fremst ætlum við að drekka kaffi og hlusta á plötur. Grammafónninn verður opinn og öllum frjálst að spila og spjalla. Annars verða spekingarnir Örvar og Valli með rjúkandi tóna, umræðuefni og kaffi.

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Örvar Smárason, bókavörður

orvar.smarason@reykjavik.is

Valgeir Gestsson, sérfræðingur

valgeir.gestsson@reykjavik.is