Fætur í fjólubláum ullarsokkum, plötuspilari og plötuumslög og kaffi
Vínyll og kaffi. Mynd: Unsplash

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður
Tónlist

Vínylkaffi II | Gamalt og nýtt undir nálinni

Fimmtudagur 7. apríl 2022

Hljómplatan er bæði eldgömul og splunkuný, hún er sígild en í stanslausri þróun. Að þessu sinni verður Vínylkaffi Borgarbókasafnsins haldið í Grófinni, miðpunkti plötusafnsins. Þema dagsins verður: Það elsta og það ferskasta.

 

Ingi Garðar Erlendsson (Herra Hljóðgeymir) mætir með nýþvegnar 78 snúninga lakkplötur úr viðamiklu safni sínu og segir frá fyrstu íslensku útgáfunum. Í kjölfarið verða plötur frá árinu 2022 settar á fóninn, heitar úr vínylpressunni og brakandi ferskar.

Vínylkaffi Borgarbókasafnsins: Heitt á könnunni, gott á fóninum.

Öll velkomin!

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Örvar Smárason
orvar.smarason@reykjavik.is

Valgeir Gestsson
valgeir.gestsson@reykjavik.is