Gamall plötuspilari og Ingi Garðar að spila á túbu

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður
Tónlist

Vínylkaffi III

Fimmtudagur 12. maí 2022

Týndar perlur og leyndardómsfull lög 

Lakkplatan er eitt elsta og merkilegasta form hljómplötunnar. Að þessu sinni verður vínylkaffi Borgarbókasafnsins haldið í Grófinni, miðpunkti plötusafnsins og þema dagsins verður: Fágætir leyndardómar úr fortíðinni. 

Ingi Garðar Erlendsson (Herra Hljóðgeymir) mætir aftur með fulla kassa af 78 snúninga plötum úr viðamiklu safni sínu og segir okkur sögur af týndri tónlist. Mörg af merkilegustu lögum íslenskrar tónlistarsögu hafa aldrei verið endurútgefin og er þetta því mögulega eini vettvangurinn fyrir flesta hlustendur að bera þau eyrum. 

Vínylkaffi Borgarbókasafnsins: Nýlagað á könnunni, eldgamalt á fóninum. 

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veita:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Örvar Smárason, bókavörður
orvar.smarason@reykjavik.is

Valgeir Gestsson, sérfræðingur
valgeir.gestsson@reykjavik.is