Hönd að setja nálina á plötuspilara á plötu.
Victrola record players/Unsplash

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Spjall og umræður
Tónlist

FRESTAÐ Vínylkaffi | Nýtt undir nálinni

Fimmtudagur 19. maí 2022

ATHUGIÐ AÐ ÞESSUM VIÐBURÐI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ TIL FIMMTUDAGSINS 2. JÚNÍ.

Það er stundum sagt að það sé ekkert nýtt undir sólinni, en það sama á ekki við um nálina.

Hljómplatan lifir ekki aðeins góðu lífi, hún er enn í stanslausri þróun og alltaf eitthvað nýtt að gerast. 

Að þessu sinni verður vínylkaffi Borgarbókasafnsins haldið í nýjasta safninu, Úlfarsárdal og er því upplagt að skoða það nýjasta og ferskasta í heimi vínylplötunnar.   

Spjallað verður um fyrstu plötur ungra hljómsveita, nýjustu verk sjóaðra poppara, þrefalda safnplötu með öllum helstu slögurum Ladda og allt þar á milli.  

 

Vínylkaffi Borgarbókasafnsins: Heitt á könnunni, ferskt á fóninum.  

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veita:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá

stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Örvar Smárason, bókavörður

orvar.smarason@reykjavik.is

Valgeir Gestsson, sérfræðingur

valgeir.gestsson@reykjavik.is