Bonsai tré Vilmundur Hansen segir frá í Lífsstílskaffi í
Bonsai tré Vilmundur Hansen segir frá í Lífsstílskaffi

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Staður
Facebook
Hópur
Fullorðnir
Netviðburðir

Netviðburður I Allt um Bonsai tré

Miðvikudagur 28. apríl 2021

Vilmundur Hansen fer yfir sögu, aðferðir og ræktun Bonsai trjáa sem eiga sér nær 1000 ára sögu. Athugið að viðburðurinn er aðeins í streymi. 
Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur er löngu landsþekktur fyrir fræðistörf og skrif sín um plöntur og ræktun. Hann er einnig stofnandi og stjórnandi síðunnar Ræktaðu garðinn þinn á Facebook þar sem eru rúmlega 41.000 meðlimir.

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffistundir en í vetur er jafnframt boðið upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.
Aðgangur ókeypis að streyminu. 

Viðburðinum verður streymt HÉR á Facebook. 

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is