Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

FRESTAÐ Staður fyrir hið stafræna | Torgið

Þriðjudagur 18. janúar 2022

Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið frestað til 22. febrúar.

Er hægt að hugsa sér lýðræðissamfélag án almenningsrýma eins og bókasafna? Stafrænar þátttökugáttir auka möguleika borgara á að hafa áhrif og beina skemmtilegum og fjölbreyttum hugmyndum með einföldum hætti inn á samráðsvettvanga. En getur raunverulegt lýðræðissamtal átt sér stað án þess að við mætumst og eigum stefnumót?
Í hvernig kringumstæðum förum við á hugmyndaflug, leyfum okkur að dreyma um allt sem gæti orðið og gefið lífinu meira gildi í samfélaginu? Er það á bak við tölvuskjáinn, kemur okkur eitthvað á óvart þar?

Við bjóðum í opið samtal á bókasafninu þar sem við munum ræða áhrif umhverfis á samtöl, rökræður og skilning á viðfangsefnum, aðstæðum og stöðu ólíkra hópa í samfélaginu. Íbúar ses ætla að skoða með okkur þróun stafrænna lýðræðisgátta eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, sem hafa einnig verið innblástur að þátttökugáttum í 25 löndum. Samtökin hafa safnað í góðan reynslubanka. Komið verður inn á hvernig hinar stafrænu útfærslur komist ekki hjá því að taka mið af hinu staðbundna. Hverjar eru þarfir borgara og í hvaða umhverfi á að mæta þeim? Skilningur á hinu sértæka nærsamfélagi er ómissandi. En hvar getum við öðlast þá þekkingu og fundist við tilheyra samfélaginu sem við búum í? Eru bókasöfnin kannski einmitt rétti staðurinn til að öðlast skilning og bæta við sig þekkingu - með samtali?

Samtalið er opið og öll hvött til að taka þátt.

Viðburður á Facebook.

Frekari upplýsingar um samtökin: Íbúar ses 

Hefur þú hugmynd sem þið langar að ræða í opnu samtali? Við erum að prófa okkur áfram í þekkingarmiðlun á bókasafninu og höfum staðið fyrir opnum samtölum á Torginu í Grófinni sem snúa að aðgengi og þátttöku í samfélaginu. Þessi samtöl eru þáttur í að þróa bókasafnið sem opið rými borgaralegrar þátttöku og félagslegrar nýsköpunar.

Frekari upplýsingar:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgarlega þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is