I wish I could Co-Lab
I wish I could Co-Lab

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 18:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Ný lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar | Torgið

Fimmtudagur 19. ágúst 2021

Hvað er það fyrsta sem þér dettur þér í hug þegar þú heyrir orðin lýðræðisáttaviti og gagnsjá Reykjavíkur? Hvar væri best að halda borgaraþing í Reykjavík? Myndir þú vilja sitja í íbúakviðdómi?

Í tilefni þess að nú er óskað eftir umsögnum frá borgarbúum um drög að nýrri lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar býður Borgarbókasafnið upp á opið rými til að fræðast um stefnuna, velta saman vöngum og ræða við aðra á svæðinu hverju mætti bæta við og breyta.

Hér má finna drög að nýju stefnunni sem mun gilda til ársins 2030 ætlað er að styðja við öfluga lýðræðislega þátttöku íbúa og greiða götu þeirra til þess að geta haft áhrif á nærsamfélag sitt, ákvarðanatöku og stjórnun sveitarfélagsins. Hægt er að leggja inn umsagnir á netinu á Betri Reykjavík og og upplýsingar um ferli stefnumótunarinnar má finna á vef Reykjavíkurborgar

Á bókasafninu sköpum við stað fyrir samtalið og erum opin fyrir nýjum hugmyndum

 

Umræðunar eru opnar, öll velkomin og þátttaka ókeypis.

 

Viðburður á Facebook.

 

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir

Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is