Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 16:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Spjall og umræður

Söguhringur kvenna | Jólaskraut með nálaþæfingu

Sunnudagur 5. desember 2021

Við bjóðum allar konur velkomnar í Söguhring kvenna í aðdraganda jóla. Þar getum við deilt reynslu okkar af jólum og öðrum hátíðum, fagnað von, ljósi og kærleika meðal fjölskyldna, vina og allra manna.

Við ætlum að koma saman í kaffistofu Borgarbókasafnsins í Grófinni á 6. hæð. Þar munum við spjalla saman og þæfa saman jólaskraut undir leiðsögn listakonunnar Lilianne van Vorstenbosch.
Borgarbókasafnið Grófinni er við Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík.

Sjá nánari upplýsingar um Söguhring kvenna...

Sjá Facebook síðu Söguhrings kvenna...

Nánari upplýsingar veitir: 

Angelique Kelley hjá Samtökum kvenna af erlendum uppruna
angel@womeniniceland.is