Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Spjall og umræður
Tungumál

Viltu sjá sögu? | Sjónrænt, þrívítt samtal á Torginu

Fimmtudagur 10. febrúar 2022

 

Uldis Ozols hefur sjónrænt, þrívítt samtal á Torginu. Hér verða fluttar gamansögur, barnasögur, „VV“-sögur og sannar sögur sem allir geta skilið, hvort sem þeir kunna íslenskt táknmál eða ekki.

Frásagnarhefðin er rík í táknmálssamfélögum heims og varðveita sögurnar bæði menningu og sögu hópsins sem og táknmálið sjálft. Íslenskt táknmál er þar engin undantekning og eru sögurnar sem varðveittar eru ígildi bókmennta íslenskrar tungu, menningarverðmæti og heimild um þróun málsins og þar með málsögu. Þegar kemur að frásögnum er sögumaðurinn í senn höfundur, flytjandi og listamaður enda getur hann tekið á sig mynd hinna ólíklegustu fyrirbæra eins og dæmin sanna. Sögurnar lifna við í flutningi sögumanns sem hefur gott vald á táknmáli og nýtir hið sjónræna, þrívíða mál til hins ýtrasta og segir sögur af tyggjói, hákarli, hrút eða símbréfi.

Öll velkomin.
Þátttaka er ókeypis.

Viðburður á Facebook.

Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Málnefnd um íslensk táknmál.

Frekari upplýsingar um viðburðinn veitir:
Rannveig Sverrisdóttir fyrri hönd Málnefndar
rannsve@hi.is

Áhugasamir um opin samtöl á Torginu mega gjarnan setja sig í samband við:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaralega þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is