Reynir Vilhjálmsson´s Exhibition
The theme of the exhibition is the river Elliðaá, the power station, the dam and the Árbær reservoir

Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Árbæjarlónið sem var | Sýning Reynis Vilhjálmssonar

Þriðjudagur 22. júní 2021 - Mánudagur 30. ágúst 2021

Elliðaárnar, rafstöðin, stíflan og Árbæjarlónið er þema sýningar Reynis Vilhjálmssonar á vatnslitaverkum í sumar. Reynir hefur búið í Árbæ í 53 ár, lengst af i Fagrabæ á bakka Árbæjarlóns. Tæming Árbæjarlóns til frambúðar haustið 2020 var kveikjan að sýningunni.

Reynir er landslagsarkitekt og starfaði að hönnun og skipulagsmálum, allan sinn feril með blýant í hendinni. Dæmi um skipulagsverkefni sem Reynir hefur komið að á löngum ferli eru: Skipulag Árbæjarhverfis, heildarskipulag Elliðaárdals, umhverfi Rafstöðvarinnar, athafnasvæði hestamanna á Víðivöllum. Allt verkefni unnin fyrir og í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Reynir hefur alla tíð teiknað á ferðum sínum um landið og heiminn. Vatnslitaferillinn hófst eftir starfslok, fyrir um 10 árum. Frá árinu 2013 hefur Reynir sótt námskeið í vatnslitun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og notið þar tilsagnar margra frábærra kennara.

Reynir er félagsmaður í Vatnslitafélagi Íslands og hefur tekið þátt í samsýningum á vegum þess. Einnig hélt hann einkasýningu árið 2019 í Herhúsinu á Siglufirði.

Árið 2004 var haldið sjónþing í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi tileinkað Reyni og samtímis sýning á verkum hans.

 

Nánari upplýsingar veita:

Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is
Borgarbókasafnið Árbæ | sími 411 6250

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt
reynir@landslag.is  | sími 820 5302