Bláir bollar eftir Auði Ingu Ingvarsdóttur
Bláir bollar eftir Auði Ingu Ingvarsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar

Artótek | Naglinn: Bláir bollar

Mánudagur 1. nóvember 2021 - Þriðjudagur 30. nóvember 2021

--Verkið er selt og vegna mikils áhuga var ákveðið að halda aukasýningu með listamanninum í Desember--

Listaverkið „Bláir bollar“ eftir Auði Ingu Ingvarsdóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum í nóvember. Verkið er fengið að láni úr Artótekinu, sem er til húsa í Borgarbókasafninu Grófinni.

Naglinn er heitið á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta 7. sýningin í röðinni. Hver sýning samanstendur af einu listaverki. Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja, úr Artótekinu, hvaða verk verður næst til sýnis á Naglanum.

Auður Inga Ingvarsdóttir er fjölhæfur listamaður með B.A. gráðu í keramik hönnun frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Við hvetjum fólk til þess að fylgja Ingu á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að fylgjast með öllu því fallega sem hún býr til:
https://www.instagram.com/auduringaceramics
https://www.instagram.com/a.inga.paintings

Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, deildarbókavörður í Sólheimum, valdi verkið að þessu sinni: „Myndin hennar Ingu "Bláir bollar" er hlý og notaleg og vekur löngun í góðan kaffibolla!“

Verkið er hægt að leigja á 4.000 kr. á mánuði eða kaupa á 110.000 kr.

Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is

 

Frekari upplýsingar veita:

Magnús Örn Thorlacius
magnus.orn.thorlacius@reykjavik.is | s. 411 6160

Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112

 

Sjá viðburð á Facebook
Opnunartími á Borgarbókasafninu Sólheimum