Draumur um vor
Draumur um vor

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar

Artótek | Naglinn: Draumur um vor

Mánudagur 1. mars 2021 - Föstudagur 23. apríl 2021

Listaverk eftir Hildi Margrétardóttur verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum í mars og apríl. Verkið er fengið að láni úr Artóteki Borgarbókasafnsins, sem er til húsa í Grófinni.

Naglinn er heitið á nýrri sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum og er þetta þriðja sýningin í röðinni. Áætlunin er að hafa þar ávallt eitt listaverk til sýnis en hægt er að kaupa listaverkin, jafnframt er hægt að eignast listaverkin með því að leigja þar til þau eru að fullu greidd. Sá sem ákveður að kaupa eða leigja listaverk sem er á Naglanum má velja næsta verk úr Artótekinu sem verður til sýnis.

Hildur Margrétardóttir er með MFA gráðu frá The Slade School of Arts í Lundúnum en hún hefur einnig hún stundað listnám í Reykjavík og Hollandi. Listaverkið sem verður núna til sýnis á Naglanum er málverkið „Draumur um vor“ frá árinu 2011 og á svo sannarlega við í dag. Það er málað með olíu á striga og er 60 x 60 cm.

Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri á Sólheimasafni, valdi verkið að þessu sinni. „Þó ekki sé hægt að kvarta yfir vetrinum er löngunin eftir vori sterk. Löngunin eftir lyktinni þegar allt fer að spretta og öllum litunum sem fylgja í kjölfarið, löngunin eftir björtu morgnunum og svo björtu síðdögunum sem ná fram á kvöldið og ekki síst löngunum eftir vaxandi ylnum. Myndin Draumur um vor felur þetta allt í sér.“

Verkið er hægt að leigja á 4.000 kr. á mánuði eða kaupa á 140.000 kr.

Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is


Frekari upplýsingar:
magnus.orn.thorlacius@reykjavik.is | s. 411 6160
holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | s. 411 6112

Sjá viðburð á Facebook | info in English on Facebook
Opnunartími á Borgarbókasafninu Sólheimum

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.