blindspot word

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar

BLINDHÆÐ | Kvikmyndasýning #1

Laugardagur 15. maí 2021

Boðið er til sýningar á tveimur stuttmyndum leikstjórans Salad Hilowle, sem er hluti af samsýningunni Blindhæð undir listrænni stjórn Daríu Sól Andrews.

Salad Hilowle er listamaður búsettur í Stokkhólmi, Svíþjóð, og útskrifaðist frá Konunglega sænska listaháskólanum árið 2020. Í verkum sínum vinnur Salad Hilowle með minningar frá barnæsku sinni og stöðu innflytjendasamfélags Sómala, sem hann tvinnar saman við listasögu Svíþjóðar.  Verkin vekja áhorfandann til umhugsunar um sjálfsmyndir, minningar, staðsetningar og sýnileika. Fyrri vídeóverk hans eru stuttmyndirnar Erinra, Letters to Sweden og Waryaa. Fínstilltar og ljóðrænar myndir hans hafa verið sýndar víðsvegar um heiminn og unnið til verðlauna í Svíþjóð. Áríð 2015 var hann annar tveggja listamanna til að hljóta Engmansstipendiet, einn af stærstu listamannastyrkjum í Svíþjóð. Árið 2020 hlaut hann Bernadotte Scholarship frá Konunglega sænska listaháskólanum  fyrir að auka sýnileika fólks af afrískum uppruna í sænskri listasögu.

salad hilowle still Skot úr myndinni Waryaa

 

Á undan sýningunni fer fram listamannaspjall við Claire Paugam og Hugo Llanes, sem eru meðal listamanna með verk á samsýningunni Blindhæð. Á meðan á sýningu stendur er boðið upp á vinnustofu fyrir krakka (8-13 ára) sem Yrsa Þöll Gylfadóttir leiðir.

Stuttmyndir Salad verða einnig sýndar síðar í Gerðubergi ásamt vídeóverki listamannsins Nayab Ikram.
 

BLINDHÆÐ | DAGSKRÁ

Viðburðurinn á Facebook

 

Frekari upplýsingar:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur – Fjölmenningarmál
Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is

Daría Sól Andrews, sýningarstjórn
daria.andrews9@gmail.com