blindspot word

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Sýningar

BLINDHÆÐ | Opnun

Laugardagur 13. mars 2021

Opnun samsýningarinnar Blindhæð er 13. mars, samfara Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Daría Sól Andrews er listrænn stjórnandi sýningarinnar sem býður upp á röð listaverka og hægt er að upplifa á fjölmörgum staðsetningum bókasafnsins. Á sýningunni eru ljósmyndir, kvikmyndir og innsetning eftir listamennina Salad Hilowle (SE), Nayab Ikram (FI), Hugo Llanes (IS) og Claire Paugam (IS).

Flestir reyna að sneiða hjá samtölum um öráreitni, samfélagslega útskúfun og kerfisbundinn rasisma. Við stillum áleitnum raunveruleikanum upp bak við persónulega blindhæð, sem við forðumst. Hér birtist einstök sýn listamannanna  á viðfangsefninu út frá þeirra eigin reynsluheimi, sem býður upp á leiðir til að horfast í augu við eigin fordóma frá ólíkum sjónarhornum.

Á opnun sýningar ræðir sýningarstjóri við tvo listamenn um verk þeirra á sýningunni. Öll listaverk sýningarinnar eru kynnt á opnuninni í Grófinni og farið er yfir hvar notendur geta upplifað verkin á sýningartíma.

 

BLINDHÆÐ | DAGSKRÁ

Viðburðurinn á Facebook

 

Frekari upplýsingar:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur – Fjölmenningarmál
Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is

Daría Sól Andrews, sýningarstjórn
daria.andrews9@gmail.com