Listamaður: Atli Már Indriðason
Listamaður: Atli Már Indriðason

Um þennan viðburð

Tími
9:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

List án landamæra 2019

Laugardagur 5. október 2019 - Sunnudagur 20. október 2019

List án landamæra fer fram dagana 5. október til 20. október. Hátíðin í ár er haldin með nýju sniði en listrænn stjórnandi velur verk og viðburði inná opinbera dagskrá hátíðarinnar sem haldin verður í Gerðubergi. Dagskráin verður kynnt nánar er nær dregur..

Einkunnarorð hátíðarinnar eru FJÖLBREYTILEIKI - JAFNRÉTTI - SKÖPUNARKRAFTUR og meginmarkmið hennar er að "auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn" eins og fram kemur í nýrri stefnumótun fyrir 2019 - 2021.

Atli Már Indriðason er listamaður Listar án landamæra 2019 og munu verk hans prýða kynningarefni hátíðinnar.

Vekjum líka athygli á því að allir verið með viðburð í tengslum við hátíðina en boðið verður uppá svo kallaða "off-venue" dagskrá eða utan-dagskrá. Á utan-dagskrá er hægt að halda allskonar viðburði. Sá sem heldur viðburðinn sér um skipulagið; finnur rými, velur listamenn o.s.frv. List án landamær sér um að auglýsa viðburðinn á dagskrá hátíðarinnar, bæði í bæklingi og á samfélagsmiðlum. Opið er fyrir skráningu viðburða til föstudagsins 13. september nk. 

Sjá nánar á vef Listar án landamæra...

Nánari upplýsingar veita:

Ragnheiður Maísól Sturludóttir, framkvæmdastjóri Listar án landamæra
maisol@listin.is

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is