Þóra Hinriksdóttir sýnir í Borgarbókasafni Árbæ
Málverk eftir Þóru Hinriksdóttur

Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Sýning | Náttúran

Föstudagur 11. desember 2020 - Sunnudagur 28. febrúar 2021

Þóra Hinriksdóttir sýnir málverk þar sem náttúran er í forgrunni.
Þóra vann lengi við umönnunarstörf en söðlaði um fyrir nokkrum árum og fór í Garðyrkjuskólann og brautskráðist þaðan vorið 2020 af braut lífrænnar ræktunar. Þóra er mikið náttúrubarn og bera myndir hennar þess glöggt vitni. 

Þóra teiknaði og málaði mikið sem barn og unglinglingur. Skemmtilegast þótti henni að teikna með blýanti en einnig málaði hún með vatnslitum. Um tíma hætti Þóra að sinna myndlistinni en síðustu árin hefur hún haldið áfram þar sem frá var horfið.  

Þóra er að mestu sjálflærð. Hún hefur þó fengið tilsögn í málun og meðferð olíu- og akríllita. Verkin sem hún sýnir í bókasafninu að þessu sinni eru frá 2107 og 2018. 

Viðburðurinn á facebook

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

 

Nánari upplýsingar veitir.

Jónína Óskarsdóttir

jonina.oskarsdottir@reykjavik.is