Nokkrir páfar í nýju ljósi, Haraldur Magnússon
Nokkrir páfar í nýju ljósi, Haraldur Magnússon

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Sýningar

Sýning | Nokkrir páfar í nýju ljósi

Fimmtudagur 25. nóvember 2021 - Miðvikudagur 29. desember 2021

Haraldur Magnússon er áhugamaður um sagnfræði og trúarbragðasögu. Hann sýnir myndaröð sína af nokkrum páfum kaþólsku kirkjunnar, þar sem hann teflir saman þekktum málverkum og ljósmyndum af páfum og bætir nokkrum "aðskotahlutum" inn í myndirnar. Hlutirnir eru valdir af kostgæfni og engin tilviljun að þeim er komið fyrir innan rammans, umhverfis páfamyndirnar. Þarna er að finna trúarleg kristin tákn, m.a. krossinn, fiskinn og lyklana. Tungumál rómversk-kaþólsku kirkjunnar er latína, því eru nöfn hlutanna í myndunum skrifaðir á latínu. Snemma myndaðist sú hefð að páfarnir veldu sér mottó sem var ávallt á latínu, og svo er á myndum Haraldar, en einnig íslensk þýðing hans sjálfs. Grunnlitur myndanna er aldrei sá sami og ekki heldur staðsetning páfamyndanna á myndfletinum.

Haraldur er skírður og fermdur í íslensku þjóðkirkjunni og hefur aldrei séð ástæðu til að snúa baki við hinni evangelísk-lúthersku kirkju, myndir hans eru með öðrum orðum eru ekki trúarleg myndlist, fremur má segja að í þeim felist athuganir.

Haraldur Magnússon er viðskiptafræðingur og mennt, hann er fæddur, uppalinn og búsettur í Hafnarfirði og hefur ákveðið að verða jarðsettur í Hafnarfirði. Hann hefur sótt nokkur námskeið í myndlist í gegnum tíðina.

Sýninguna má skoða á opnunartíma safnsins.

 

Nánari upplýsingar veitir:
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is