Tónlistarkonan Auður

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Tónlist
Skapandi tækni

Sumarsmiðjur 13-16 ára | Tónlistarfikt

Mánudagur 14. júní 2021 - Föstudagur 25. júní 2021

Staðsetning: Verkstæðið, 5. hæð Borgarbókasafn Grófinni.

Fjöldi: 8

Hvernig búa stórstjörnur til vinsæl lög heima hjá sér? Hvaða forrit nota þær? Í þessari smiðju fá krakkar á aldrinum 13-16 ára tækifæri til að kynnast þessu ferli, og hvaða tæki og tól eru notuð í til þess að semja næsta smell.

Þessi smiðja stendur yfir í tvær vikur og er markmið hennar að aðstoða nemendur til að semja eigið lag eða vídeó sem verður flutt fyrir aðra nemendur námskeiðsins.

Í fyrri viku af námskeiðsins munu nemendur fá allskonar ráð og tól frá ýmsum starfandi tónlistarmönnum. Í lok vikunnar verða nemendur byrjaðir að þróa eigin stíl og búnir að ákveða hvaða stefnu þeir taka/eða hvernig þeir ætla að vinna í seinni vikunni. Í seinni vikunni vinna nemendurnir sjálfstætt með aðstoð kennara.

Þátttakendur vinna sjálfstætt með aðstoð leiðbeinanda, sem eru tónlistarkonan Auður ásamt öðru tónlistarfólki sem verður tilkynnt síðar.

Þeir sem vilja taka með eigin fartölvu geta hlaðið niður ókeypis prufuaðgangi af flestum forritum sem notuð verða í námskeiðinu.

Sjá viðburð á Facebook.

Nánari upplýsingar:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411-6100