Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist
Skapandi tækni

Synthabæli | Hljóðgervlamessa

Laugardagur 22. maí 2021

Alþjóðlegi hljóðgervladagurinn er haldinn ár hvert á afmælisdegi Roberts Moog, mannsins sem bjó til fyrsta hljóðgervilinn (synthesizer). Þessi uppfinning var svo áhrifamikil að nútímatónlist er nánast óhugsandi án aðkomu syntha.

Af þessu tilefni ætlum við að breyta fyrstu hæðinni á Borgarbókasafninu Grófinni í Synthabæli!

Þar munu gestir og gangandi fá að kynna sér og prófa allskyns hljóðgervla sem tónlistarfólk stillir upp hjá okkur (meðal annars DJ Flugvél og Geimskip og Genki Instruments). Undraheimur raftónlistarinar í boði fyrir alla!

Krökkum, 8 ára og eldri, verður boðið að taka þátt í "rafmagnaðri" smiðju á Verkstæðinu þar sem þau læra að búa til raftónlist á fimm mínútum með iPad-forritinu Figure.
Skráning fer fram hér: Rafmagnað tónlistarrými.

Gerið ykkur glaðan dag, áður en „sendiherra synthans“, Daði Freyr, stígur á stokk í Eurovision.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Sjá viðburð á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Karl James Pestka, verkefnastjóri
karl.james.pestka@reykjavik.is | 411 6100