Gróðursetning blóma
Ræktum saman í sumar

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Ungmenni

Aflýst | Sumarsmiðja | Ræktum sjálf fyrir 13-16 ára

Mánudagur 13. júní 2022 - Fimmtudagur 16. júní 2022

Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.

Staðsetning: Okið og Seljagarður, Breiðholti

Langar þig til að læra um og að rækta frá grunni krydd, blóm og grænmeti?

Það er fátt meira róandi og endurnærandi fyrir sálina en að fá smá mold á fingurna og hlúa að plöntum og fallegum blómum.

Á námskeiðinu lærum við að hugsa um plönturnar og undirbúa þær til gróðursetningar. Þátttakendur geta líka komið með eigin plöntur sem þá langar að gróðursetja og sjá dafna og vaxa. Þeir hafa síðan möguleika á að halda áfram að hlúa að þeim og vitja uppskerunnar vikum og mánuðum eftir að námskeiðinu lýkur.

Vinsamlegast takið eftir að smiðjan fer bæði fram í OKinu og Seljagarði í Breiðholti, sem er í göngufjarlægð frá Borgarbókasafninu Gerðubergi.

Smiðjan er kennd á íslensku, ensku og pólsku.

Beatriz García er frá Fjölmenningarlegu ungmennasmiðjunni (Intercultural Youth Center). FUS er miðstöð fyrir ungt fólk sem vill búa til nýjar tengingar, rækta samskiptin og upplifa eitthvað nýtt. Lukas Gregor Bury er sérfræðingur ungmennastarfsins og OKsins í Borgarbókasafninu.

Sjá viðburð á Facebook hér.

Nánari upplýsingar veitir:
Lukas Gregor Bury, sérfræðingur
lukas.gregor.bury@reykjavik.is | 411 6187