Atriði samskipta
Atriði samskipta

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:15
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Ungmenni

Atriði samskipta | Listasmiðja fyrir ungt fólk

Laugardagur 2. júlí 2022

Staðsetning: 5. hæð

Í smiðjunni ræða þátttakendur saman um samskipti og hvað þeim þyki mikilvægast að hafa í huga í samskiptum, hvernig þau virka og virka ekki. Þátttakendum er síðan skipt upp í hópa þar sem þau vinna verk út frá atriðunum sem rætt var um. Hópunum er frjálst að vinna í hvaða miðli sem þeim hentar, en ráðlagt væri að vinna í tímatengdu, og “hverfandi” miðlum, svosem gjörningum, myndböndum, hljóðverkum og/eða fljótgerðum skúlptúrum. Hóparnir koma síðan aftur saman með atriðin/elementin sín og reyna láta þau virka saman sem eitt.

Lokaniðurstaðan væri því tilraun að sameiginlegu verki og tillaga hópsins að lykilþáttum samskipta.

Leiðbeinandi: Sölvi Steinn Þórhallsson myndlistarmaður.

Smiðjan er á vegum félagsins ÁLFUR, áhugafélags um listir og fræðslu ungmenna í Reykjavík. Félagið leggur áherslu á listsköpun félagsmanna og ýmiskonar fræðslu á jafnréttisgrundvelli. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og er smiðjan hugsuð fyrir 16-30 ára.


Skráning er með tölvupósti:  alfur@felagidalfur.is
 

Aðrar smiðjur á vegum félagsins ÁLFUR:
Að teikna innri djöfla
Skrifað á jaðrinum

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
alfur@felagidalfur.is