Artist Joanna Pawlowska from Brokat Films
We learn TikTok

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Ungmenni

Sumarsmiðja | TikTok smiðja fyrir 13-16 ára

Mánudagur 15. ágúst 2022 - Föstudagur 19. ágúst 2022

Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.

Staðsetning: Okið

Viltu læra galdurinn á bakvið góð TikTok myndbönd? Í þessari smiðju lærum við að vinna með myndir og myndbönd, búa til handrit, skjóta, klippa og bæta við tónlist svo eitthvað sé nefnt. Frábær smiðja fyrir alla TikTok notendur.
Í smiðjunni notum við efni af netinu en tökum líka upp eigið efni til að leika okkur með.
Smiðjan er kennd á íslensku, ensku og pólsku.

Joanna Pawlowska (f.1990) er sýningarstjóri, video listamaður, gjörningalistamaður og meðlimur í listadúóinu Brokat Films ásamt málaranum Sasa Lubińska (f.1990). Joanna Pawlowska er meðlimur listamannarekna rýmisins Midpunkt og einn af sýningarstjórum Hamraborg Festival. Lukas Gregor Bury er sérfræðingur ungmennastarfsins og OKsins í Borgarbókasafninu.

Sjá viðburð á Facebook hér.


Nánari upplýsingar veitir:
Lukas Gregor Bury, sérfræðingur
lukas.gregor.bury@reykjavik.is | 411 6187
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411 6187