Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Ungmenni

Sumarsmiðjur 13-16 ára | Skapandi teiknismiðja

Þriðjudagur 3. ágúst 2021 - Föstudagur 6. ágúst 2021

Skráning er á þennan viðburð og er sóttvarreglum fylgt í hvívetna.

 

Staðsetning: Okið, efri hæð Gerðubergs.

Hvenær: 3. – 6. águst kl. 10.00 – 12:00

Fjöldi: 10

Smiðja hentar 13-16 ára

 

Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð.

OPIÐ FYRIR SKRÁNING HÉR NEÐST Á SÍÐUNNI 

 

Í þessari smiðju munu Hildigunnur Sigvaldadóttir og Halldór Baldursson leiða þáttakendur í gegnum skemmtilegar og fjölbreyttar teikniæfingar, með það markmið að skoða umhverfið í nýju ljósi og efla teiknifærni. Farið verður í undirstöðuatriði teikningar og tilraunir gerðar með mismunandi teikniáhöld.

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar.

Þessi smiðja fer fram í Okinu í Gerðubergi þar sem lögð er áhersla á að skapa vettvang fyrir ungmenni til sköpunar, fræðslu, sjálfstæðis og skemmtunar.

Smiðjan er ætluð ungu fólki á milli 13-16 ára, og verður kennd á íslensku.

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
Svanhildur.Halla.Haraldsdottir@reykjavik.is