Konur og trúarbrögð | Artótekssýning 7.9.-1.10.

Málverk eftir Önnu Gunnlaugsdóttur

Anna Gunnlaugsdóttir sýnir í Artótekinu

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
7. september – 1. október 2017

Verið velkomin á sýningu Önnu Gunnlaugsdóttur sem opnar á Reykjavíkurtorgi fimmtudaginn 7. september kl. 17. Allir hjartanlega velkomnir.

Sýningin endurspeglar hugleiðingar listakonunnar um hvernig karllæg trúarbrögð hafa mótað tilvist konunnar og sjálfsmynd hennar,  hvernig sú sýn litar allar hugmyndir um eðli og tilgang konunnar fyrr og nú.

Viðfangsefni listakonunnar hefur ætíð verið konan og hlutverk hennar í samfélaginu. Um þetta segir Anna:

„ Það má segja að konan sem viðfangsefni í verkum mínum hafi endanlega fest í sessi eftir að ég eignaðist eldri dóttir mína. Ég varð svo meðvituð um mátt líkama míns, svo upptekin af eigin kynferði, að konurnar mínar tóku að fæðast á striganum. Þær tóku sér þar bólfestu og ég elti, fór í ferðalag með ýmiskonar konum með brjóstin þrútin af mjólk, framandlegum sem kunnuglegum. Þegar fram liðu stundir stýrði ég konunum mínum meira en þær mér og ég fór meðvitað að setja þær í ákveðin hlutverk en þessir ferðfélagar segja mína sögu á sinn sjálfstæða hátt.

Anna Gunnlaugsdóttir tók BA í málun í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, lærði einn vetur í Ecole des Baus Arts í Frakklandi. Lauk síðar BA námi í Grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og sömuleiðis BA gráðu í kennslufræði við Listaháskóla Íslands. Hún hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga og tekið þátt í ýmsum samsýningum.

Sjá heimasíðu Artóteksins…

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: droplaug.benediktsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 1. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00