Nú er sólin komin hátt á loft og fuglarnir farnir að syngja sem þýðir bara eitt: Sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins eru að hefjast! Á hverju ári heldur Borgarbókasafnið frí námskeið í menningarhúsum sínum um alla borg fyrir börn og unglinga í sumarfríi. Nú er um að gera að virkja börnin á skemmtilegan og skapandi hátt því smiðjurnar í ár eru afskaplega fjölbreyttar. Allir krakkar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Smellið hér til að kynna ykkur fjölbreytt framboð á skemmtilegum smiðjum í sumar...

Lokað verður í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins á hvítasunnu, 20. maí, og annan í hvítasunnu, 21. maí. 

Við opnum aftur hress og kát á þriðjudaginn!

Líkt og mörg verkefni Borgarbókasafnsins sem tengjast fjölmenningarstarfi fagnar verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi tíu ára afmæli í ár. Verkefnið gengur út á það að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda og eiga mótin í flestum tilfellum heima í kennslustofum í leik-, grunn- og framhaldsskólum í borginni. Þá fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi.

img_9069.jpg
Menningarmót í Fellaskóla 8. maí

Menningarmót

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af fjölbreyttri starfsemi safnsins.

Þú færð fjölbreytt úrval hljóð- og rafbóka á rafbokasafnid.is