Vefsíða Borgarbókasafns

Sumarlestur 2014 - Lesum og lesum!

Sumarlestur 2014

Að venju efnir Borgarbókasafn til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja lesna bók er fylltur út miði með mynd af skeifu Sleipnis og honum skilað í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns.Lesa meira

Allir viðburðir Allar fréttir

Fréttir

28.07.2014

Úr Óðni í Örfirisey

Fimmtudaginn 31. júlí býður Borgarsögusafn Reykjavíkur uppá kvöldgöngu. Gengið verður um Vesturhöfnina í Reykjavík og saga hennar rakin. Gangan hefst við Sjóminjasafnið í varðskipinu Óðni. Lesa meira
21.07.2014

Meistarahendur

Borgarbókasafn, Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20 í sumar. Yfirskrift göngunnar fimmtudaginn 24. júlí er Meistarahendur en gengið verður um höggmyndagarð Ásmundarsafns. Lesa meira
17.07.2014

Næsta stoppistöð: Hlemmur

Borgarbókasafn, Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20 í sumar. Gamla gasstöðin, halastjarna Halleys, fallegar síðfúnkisbyggingar, félagslegt athvarf, Norðurpóllinn, bílasölur og klyfjahesturinn eru meðal þess sem Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi rifjar upp í fjölbreyttri sögu Hlemmsvæðisins fimmtudaginn 17. júlí kl. 20:00. Hann ræðir einnig um þá uppbyggingu sem stendur fyrir dyrum. Lagt er upp austan við skiptistöð StrætósLesa meira
07.07.2014

Lífið gengur sinn gang - ljóðaganga

Fimmtudaginn 10. júlí kl. 20 býður Borgarbókasafnið upp á ljóðagöngu um slóðir hversdagsleikans í miðborginni. Gangan er liður í kvöldgöngum menningarstofnana borgarinnar. Lesa meira
04.07.2014

Islandia 2013. Crònica d‘una decepció

Þriðjudaginn 8. júlí kl. 17 mun spænski blaðamaðurinn og ljósmyndarinn Eric Lluent kynna bók sína "Islandia 2013. Crònica d‘una decepció“.Lesa meira


Allar fréttir Allar fréttir

Skipta um leturstærð