Fimmtudaginn 24. nóvember efnir Bandalag þýðenda og túlka til gleði á Bókatorgi í Borgarbókasafninu Grófinni kl. 16.30 þar sem tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna verða kynntar. Eins og endranær eru fimm bækur tilnefndar til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2005, en stofnað var til þeirra til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.

Þegar formlegri dagskrá lýkur verður boðið upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er opinn almenningi og allir eru hjartanlega velkomnir.

Tilnefningar til Íslensku þýðingarverðlaunanna kynntar

Bókaklúbbur Borgarbókasafnsins og Myndasöguklúbbur Borgarbókasafnsins hófu nýverið rafræna göngu sína. Með því að gerast meðlimur í klúbbunum á Facebook geturðu rabbað við aðra meðlimi þeirra um uppáhaldsbækur þínar, eftirlætishöfunda eða bara hvað sem er sem viðvíkur bókum og myndasögum.

Auk þess er þetta kjörinn vettvangur til að skiptast á hugmyndum, ábendingum um lesefni og dreifa leslistum sem alltaf njóta mikilla vinsælda, enda til þess fallnir að gefa lesendum hugmyndir og víkka út sjóndeildarhring þeirra.

Bókaklúbber Borgarbókasafnsins er kominn á Facebook.

Útgáfuhóf á bókinni Tönnin hans Luca verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni sunnudaginn 20. nóvember milli kl. 14 og 16. Auk þess að koma út á íslensku kemur bókin jafnframt út á spænsku undir titlinum El diente de Luca og fjallar hún um drenginn Luca sem er að missa sína fyrstu tönn.

Útgáfuhóf í Grófinni

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.