Á Evrópskum tungumáladegi laugardaginn 26. september s.l. fór fram Café Lingua í Borgarbókasafninu í Gerðubergi en viðburðurinn var til heiðurs öllum þeim tungumálum sem eru töluð á Íslandi og í Evrópu. Skipuleggjendur voru Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Borgarbókasafn og Móðurmál – samtök um tvítyngi.
Dagskrá var spennandi, Litháíski barnakórinn tók nokkur lög og kenndi gestum, Einar einstaki töfraði fram frábært andrúmsloft og Pleikhús kom á óvart með mjög erfiðum pólskum tungubrjótum.

Café lingua - Evrópski tungumáladagurinn
Café lingua - Evrópski tungumáladagurinn
Café lingua - Evrópski tungumáladagurinn

Heilahristingur er heiti á heimanámsaðstoð fyrir börn og unglinga sem fram fer í Borgarbókasafninu. Í næstu viku, fimmtudaginn 8. október kl. 15.30 - 17.30 verður boðið upp á heimanámsaðstoð fyrir framhaldsskólanemendur í fyrsta sinn  í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Heimanámsaðstoðin fer fram einu sinni í viku í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Grófinni við Tryggvagötu 15 á 5. hæðinni. Þar munu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum taka vel á móti framhaldsskólanemum sem vilja þiggja aðstoð við heimanámið í notalegu og afslöppuðu umhverfi bókasafnsins.

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að fá lánaða göngustafi í Borgarbókasafninu Árbæ

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.