Agnes Anna Garðarsdóttir bar sigur úr býtum í  Bókaræmunni 2017, örmyndasamkeppni unglinga.
Verðlaunaafhendingin fór fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 23. nóvember.

Bókaræman 2017 Agnes Anna Garðarsdóttir

Þann 1. desember hefst jóladagatal Borgarbókasafnsins. Höfundur jóladagatalsins í ár er rithöfundurinn Þórarinn Leifsson sem kemur með splunkunýja og spennandi sögu þar sem segir af vinunum Jósa og Kötlu og samskiptum þeirra við jólasveinana.

Á hverjum degi í desember opnast nýr gluggi af jólasögunni. Þegar síðasti glugginn hefur opnast á aðfangadagsmorgun verður jólasagan aðgengileg í heild sinni í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins í lestri höfundar.

Verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi sem Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, stýrir fær Evrópumerkið, European Label í ár, en það er viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember. 

Hér er myndband sem var gert um verkefnið í tilefni viðurkenningarinnar.

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af fjölbreyttri starfsemi safnsins.

Þú færð fjölbreytt úrval hljóð- og rafbóka á rafbokasafnid.is