Breski rithöfundurinn Jim Crace hlaut á dögunum hin virtu IMPAC-bókmenntaverðlaun fyrir skáldsöguna Harvest. Verðlaunin eru veitt árlega í Dublin á Írlandi og yfir hundrað bókasöfn um heim allan tilnefna bækur til verðlaunanna. Borgarbókasafnið er þar á meðal og tilnefndi í ár enskar þýðingar bókanna Svar við bréfi Helgu og Harmur englanna.

Nú hefur Borgarbókasafnið hafið útlán á lesbrettum. Markmiðið með lánunum er að kynna gestum safnsins þessa tækni semog rafbækur. Á lesbrettunum er úrval bóka á íslensku og ensku, sem allar eru komnar úr höfundarrétti, og gerir það safninu kleift að fara þessa leið. Íslensku bækurnar eru flestar valdar í samvinnu og samráði við aðstandendur www.lestu.is, en þar er að finna fjöldann allan af rafbókum. Ensku bækurnar eru hins vegar héðan og þaðan af netinu. Með brettunum fylgja leiðbeiningar um notkun og listi yfir bækurnar.

Ritsmiðjum fyrir upprennandi rithöfunda á aldrinum 9-12 ára

að fá lánaða göngustafi í Borgarbókasafninu Árbæ

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Ljósmyndasýningu Mats Wibe Lund í Borgarbókasafninu Árbæ

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.