Leikjadjamm- Tölvuleikjasmiðjur í samstarfi við CCP og RÚV

Langar þig að búa til tölvuleik? 
Helgina 4.-5. nóvember 12:00-16:00 báða dagana 
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi

Borgarbókasafnið í samstarfi við Kóder, CCP og RÚV heldur upp á Norrænu Leikjavikuna og ætla í því tilefni að bjóða upp á tölvuleikjasmiðjur fyrir ungt fólk á aldrinum 10-16 ára helgina 4.-5. nóvember.

Leiðbeinendur frá Kóder kenna undirstöðuatriði 3D tölvuleikjahönnunar og verður stuðst við forritin Alice og Unity 3D auk þess sem kennslan verður brotin upp með áhugaverðum örfyrirlestrum.

Skráning hefst hér á fyrir Alice smiðjuna

Skráning hefst hér fyrir Unity3D smiðjuna

Í tilefni af Leikjadjamminu mun Borgarbókasafnið bjóða til málþings þar sem m.a. Stefanía Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi mun tala um hvernig tölvuleikir eru búnir til. Yfirskrift málþingsins er:

Tölvuleikir sem skapandi afl

Hér er hægt að lesa meira um málþingið og skrá sig til leiks.

 

Nánari upplýsingar veita: 
Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdóttir [at] reykjavik.is 

Þórunn Vignisdóttir
thorunn.vignisdottir [at] reykjavik.is 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 4. nóvember 2017 to sunnudagur, 5. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

16:00