Lestrarvinir veturinn 2018-2019

  • Voorleesexpress

Lestrarvinir auglýsa eftir sjálfboðaliðum og fjölskyldum til að taka þátt í verkefninu fyrir veturinn 2018-2019. Verkefnið hófst í október 2017 og gekk vonum framar. Nú erum við að leita að sjálfboðaliðum og fjölskyldum til að slást í hópinn fyrir næsta vetur. Lestrarvinir er skemmtilegt verkefni sem sameinar fjölskyldur og bókelska sjálfboðaliða sem heimsækja þær vikulega og lesa fyrir börnin. Þannig eflist lesskilningur barnanna og áhugi þeirra á lestri eykst. Sjálfboðaliðinn kemur í vikulegar heimsóknir á tuttugu vikna tímabili með nýtt og spennandi lesefni í farteskinu og kynnir barninu fyrir þeim sið að lesa upphátt. Hver heimsókn er ein klukkustund. Lestrarvinurinn og barnið heimsækja svo bókasafnið saman og kynnast gleðinni sem fólgin er í yndisletri.

Sjálfboðaliðar - Hefur þú gaman af því að lesa fyrir börn?

Sem sjálfboðaliði Lestrarvina heimsækir þú fjölskyldu og lest sögu fyrir eitt eða fleiri börn sem geta notið góðs af tungumálaörvun. Þú kveikir áhuga barnsins á bókum og kynnir fyrir því þeirri venju að lesa upphátt.  Sjálfboðaliðar fá þjálfun ásamt ókeypis bókasafnsskírteini. 

Skráning: lestrarvinir [at] reykjavik.is

Umsóknarfrestur: 5. september

Fjölskyldur - Ert þú að leita að lestrarvini fyrir barnið þitt?

Verkefnið er fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 2-8 ára og markmiðið er að efla lesskilning barnanna. Lestrarvinir kynna fyrir barninu unaðssemdir yndislesturs, örva lestraráhuga og efla færni barnsins í lestri. Þátttaka er ókeypis. 

Skráning: lestrarvinir [at] reykjavik.is

Umsóknarfrestur: 30. ágúst

mynd_voorleesexpress_lilian_van_rooij_fotografie2017_2.jpg

Lestrarvinir á Facebook.

.