Hlaðvarp Borgarbókasafnsins

Í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins skrafar starfsfólk safnsins um nýjar bækur og gamlar, barnabækur, þáttaraðir og hvaðeina sem fyrir augu okkar kemur hér á safninu. Í fyrstu þáttaröðinni sóttum við innblástur í Íslandskort bókmenntanna og lögðum upp í hringferð um landið, þar sem við beindum sjónum okkar að safnkosti sem tengdist hinum ýmsu áfangastöðum. Næst voru það leikhúsbókmenntirnar, Bókmenntir augnabliksins, sem tóku við, og í aðdraganda jólabókaflóðsins buðum við til okkar ungum lestrarhestum til skrafs um nýjar barnabækur. Stöðugt bætist í sarpinn!

Upptökur fara að mestu leyti fram í Kompunni, hlaðvarpsstúdíói í Grófinni sem gestir safnsins geta bókað í netfanginu hladvarp@borgarbokasafn.is.

Hlaðvarpið er aðgengilegt á Spreaker og iTunes, og í öllum helstu hlaðvarpsforritum, undir notandanafninu Borgarbókasafnið.

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2018: Sögur af Zetu - Ullarsokkar í jólasnjó

Tekst bókaverunni Zetu og snjókarlinum Klaka að bjarga jólunum? Þið komist að því í jóladagatalinu sem Eva Rún Þorgeirsdóttir samdi fyrir okkur í ár! Myndhöfundur er Ninna Þórarinsdóttir. 

 

 

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2017

 Þórarinn Leifsson samdi fyrir okkur söguna Jósi, Katla og jólasveinarnir, en við birtum nýjan kafla á hverjum degi í desember. Hér má hlusta á söguna í flutningi höfundar í heild sinni.