Sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins

Finnst þér gaman að skrifa, rappa, búa til leikrit og spekúlera í alls konar?

Skráning er hafin!

Bók að mínu skapi
Bókagerðarsmiðja fyrir 13-15 ára
Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Dagana 18.  - 20. júní kl. 13 - 16
Smiðjustjórn: Elísabet Skúladóttir og Kristín Arngrímsdóttir

Á námskeiðinu verður bundin inn bók sem er unnin frá grunni, saumaðar arkir og bókin sett í hörð spjöld.

Hermikrákur FULLT
Listasmiðja fyrir 9-12 ára
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Dagana 18.-20. júní kl. 10-12
Smiðjustjórn: Kristín Arngrímsdóttir
Fullkomið námskeið fyrir unga listamenn! Í smiðjunni veljið þið verk úr Artótekinu og búið til ykkar eigin útgáfu af því. 

Viltu skrifa og setja upp leikrit? FULLT
Leik- og ritsmiðja fyrir 9-12 ára
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Dagana 13.-16. ágúst kl. 9:30-12:00
Smiðjustjóri: Ólöf Sverrisdóttir 

Krakkarnir vinna saman með hugmynd og spinna leikrit sem þau setja á svið fyrir fjölskyldu og vini. Í smiðjunni verður jöfn áhersla á leikgleði og lærdóm en börnin læra bæði leiklist og leikritun.

Nánari upplýsingar um sumarsmiðjurnar veitir:
Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri barnastarfs
thorbjorg.karlsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100