Allar fréttir

Í sumar verður opið hús í nýja tilraunaverkstæðinu  í Gerðubergi alla þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13:00 og 16:00. Við ætlum að fikta saman í Rasberry Pi tölvunum, leika okkur með Little Bits og Makey Makey og prófa okkur áfram með 3D prentarann. 

Engin skráning, eina sem þið þurfið að gera er að mæta með góða skapið og sköpunargleðina! 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6182 

Sumarfikt í Gerðubergi.

Við bendum safngestum okkar á að dagana 28. júní - 19. júlí verður fyrsta hæð Grófarinnar lokuð vegna gólfdúkalagningar. Opið verður á öðrum hæðum með eftirfarandi tilfærslum:

Dagblöð verða á 2. hæð.

Safnbúð og Artótekið verða í smækkaðri mynd á 5. hæð.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hljótast en hlökkum til að bjóða ykkur að ganga inn á nýjan gólfdúk á fyrstu hæð.

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins er komið í loftið! Í fyrstu þáttaröð hlaðvarpsins er sjónum beint út fyrir borgina og út á land. Í fjórum þáttum kemur starfsfólk Borgarbókasafnsins með tillögur að skemmtilegu, skringilegu og fróðlegu lesefni og öðrum safnkosti sem tengist landshlutunum fjórum á einn eða annan hátt, og spjallar vítt og breitt um bókleg efni. Þættirnir eru kjörnir fyrir ferðalanga sem ætla sér að vera á faraldsfæti um landið í sumar og vilja velja sér lesefni eftir áfangastað. Því hvað gæti verið skemmtilegra en að lesa Jón úr Vör á Patreksfirði? Guðrúnu Evu í Hveragerði?

Í sumar verður opið hús í nýja tilraunaverkstæðinu  í Gerðubergi alla þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13:00 og 16:00. Við ætlum að fikta saman í Rasberry Pi tölvunum, leika okkur með Little Bits og Makey Makey og prófa okkur áfram með 3D prentarann. 

Engin skráning, eina sem þið þurfið að gera er að mæta með góða skapið og sköpunargleðina! 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6182 

Sumarfikt í Gerðubergi.

Borgarbókasafnið bendir gestum sínum á að það verður lokað á þjóðhátíðardag Íslendinga, þann 17. júní, um leið og við óskum landsmönnum til hamingju með daginn.

Nú höfum við breytt fréttabréfunum okkar. Tilgangur breytinganna er að auka þjónustu við áskrifendur og koma betur til móts við þarfir þeirra. Helstu breytingar eru þær að Artótekið er ekki lengur með sér fréttabréf, heldur hefur það verið tekið inn í almennt sýningarhald í söfnunum. Viðburðahald fær nú sér fréttabréf og þar verður áfram greint frá uppákomum og viðburðum. Að síðustu viljum við benda áskrifendum okkar á fyrirhugað fréttabréf tileinkað bókmenntum dregst því miður á langinn og biðjum við forláts á því. 

Dagskrá kvöldgangna í Reykjavík hefst fimmtudagskvöldið 15. júní kl. 20, þá leiða þau Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir, bókaverðir og skáld, ljóðagöngu um Hólavallagarð. 

Ljóðaganga í Hólavallagarði

Kæru gestir! Facebooksíður allra safna Borgarbókasafnsins hafa nú verið sameinaðar í eina. Verið velkomin á nýja síðu - við hlökkum mikið til að tala við ykkur öll á þessum stað!
Upplýsingar um opnunartíma safnanna er að finna í About / Um, eða á heimasíðu safnsins, www.borgarbokasafn.is
Undir viðburðum eða Events á facebook síðunni finnur þú alla viðburði á dagskrá Borgarbókasafnsins og hvar þeir fara fram: í Grófinni, Árbæ, Sólheimum, Spönginni, Gerðubergi eða Kringlunni.

Borgarbókasafnið

Bókabílinn Höfðingi tekur þátt í Breiðholtsfestivali sunnudaginn 11. júní og verður í nágrenni við Ölduselsskóla frá kl. 13-17. Höfundum og bókum, sem tengjast Breiðholtinu, verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Sækið Höfðingja heim á sunnudaginn.

Bókabíllinn Höfðingi

Vegna aukinna tölvupóstsárasa undanfarið hefur af öryggisástæðum verið farið þess á leit að tímabundið verði lokað á allar tölvupóstsendingar úr leitir.is. 

Þetta gildir um allar tölvupóstssendingar úr leitir.is, af ‚Mínar síður‘, úr fullri færslu og úr „Hafðu samband“ forminu. 

Framleiðandinn vinnur að því að finna varanlega lausn til að fyrirbyggja spampóstsendingar en þangað til lausn finnst verða tölvupóstssendingar úr leitir.is óvirkar líkt og áður sagði.