Allar fréttir

Þann 1. apríl mun áætlun bókabílsins Höfðingja breytast lítillega.
 
Breytingarnar eru eftirfarandi:

Stopp við Álftamýrarskóla á þriðjudögum dettur út

Tímasetning við Bústaðakirkju breytist og mun bíllinn vera þar kl. 18:00 - 19:00 á þriðjudögum

Stopp við Hólmsel á föstudögum dettur út

Nýr viðkomustaður verður við Mjódd á föstudögum kl. 14:15-14:45

Bókabílinn Höfðingi

Þann  1. mars 2017 tók gildi endurskoðaður samningur á milli Borgarbókasafnsins og Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Helsta breytingin er sú að SÍM  tekur nú yfir rekstur og bókhald Artóteksins en Borgarbókasafnið sér um hýsingu, kynningu og sýningarhald. Í þessari endurskoðun var farið vel yfir alla samstarfsfleti og verkferla. Samningar milli Artóteks og listamanna og Artóteks og lánþega voru jafnframt endurskoðaðir.

Dagur aðgengis fyrir alla er hvatningarátak fyrir hreyfihamlaða til að fara út fyrir þægindaramman og prófa eitthvað nýtt. Það getur verið að fara á kaffihús, í bíó, á listasöfn eða einfaldlega á næsta bókasafn. Þessi dagur á upptök sín í Bretlandi og hefur verið haldinn þar síðan 2015.

Á Degi aðgengis fyrir alla hafa jafnt fyrirtæki og stofnanir beint sjónum að sínum aðgengismálum og vakið athygli á því að þau mismuna ekki landsmönnum á grundvelli hreyfihömlunar.

Dagur aðgengis fyrir alla er 11. mars

”Hvað er helst í fréttum” er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í Borgarbókasafninu í Grófinni, sem fer af stað fimmtudaginn 3. mars kl. 17.30. Sigyn og Snæfríður Jónsdætur, sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins, taka á móti áhugasömum gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir og benda á það sem er í brennidepli hverju sinni. 
Þátttakendum er einnig bent á hvernig hægt er að taka virkan þátt í samfélaginu með því að koma á framfæri greinum og fréttum við íslenska fjölmiðla. 

Hvað er helst í fréttum? Sjálfboðaliðar Rauða krossins

Því miður þurfum við að aflýsa fyrirhuguðum Sagnakaffi með Valgerði Bjarnadóttur í Gerðubergi 8. sem átti að fara fram 8. mars kl. 20. 

Viðburður verður auglýstur síðar

Bókabíllinn Höfðingi er enn í viðgerð og keyrir því ekki í dag, þriðjudaginn 7. mars.

Bókabíllinn Höfðingi

Tilkynnt var um tilnefndar bækur við hátíðlega athöfn í Gerðubergi miðvikudaginn 1. mars þar sem nú stendur yfir sýningin; Þetta vilja börnin sjá, myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2016.  Tilnefnt var í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum; fyrir bestu frumsömdu bókina, best myndskreyttu barnabókina og bestu þýðingu á barnabók sem gefin var út á árinu 2016.

Besta myndskreytta barnabókin á árinu 2016

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017
Marta Quental nemandi í Breiðholtsskóla og í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts lék á saxófón við píanóundirleik

Bókabíllinn Höfðingi gengur ekki í dag, mánudaginn 6. mars, vegna bilunar. 

Bókabíllinn Höfðingi

Lokað verður í öllum söfnum Borgarbókasafns föstudaginn 3. mars vegna málþings starfsmanna. Opið verður um helgina samkvæmt afgreiðslutíma.

Lokað vegna málþings starfsmanna

Vegna ófærðar á Reykjavíkursvæðinu frestum við hádegistónleikum með Nínu Margréti Grímsdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni, sem fyrirhugaðir voru í Gerðubergi kl. 13 í dag. Við biðjum gesti að fylgjast með á heimasíðu og facebook en tónleikarnir verða haldnir við fyrsta tækifæri og verður sú dagsetning auglýst vel á miðlum Borgarbókasafnsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum okkar.