Stofan AIVAG

Stofan | Ímyndaðu og skrifaðu framtíðir með AIVAG

Megan Auður og Hugo Llanes eru meðlimir í listamanna-aktívistahópnum AIVAG (Artists in Iceland Visa Action Group). Þau stilla upp nýrri Stofu | A Public Living Room í Grófarhúsi sem opnar 19. mars 2024:  Orð um ímyndaða framtíð. Stofan er mánaðarleg umbreyting á rýmum Borgarbókasafnsins í Grófinni. Ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði. Við fengum að spyrja Megan og Hugo nokkrar spurningar um þeirra útgáfu af almenningsrými og vinnustofunni sem þau bjóða upp á 21. mars milli kl. 16.30-18.00.

Hvar munuð þið staðsetja ykkar Stofu? 
Við verðum í miðjunni í opna rýminu á fyrstu hæðinni. Við vildum vera sýnileg og með óhindrað aðgengi. 

Þegar þið hugsið um styðjandi umhverfi fyrir samfélag, hvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug -  hverjum þurfum við að hlúa að? 
Fyrir okkar hagsmunabaráttu, þá er það ómissandi þáttur að hlúa að samfélaginu þegar við berjumst fyrir réttindum listafólks, sérstaklega þeirra sem koma utan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Okkar innblástur kemur frá sögu og þekkingu verkalýðsfélaga og baráttufólks.  

Stofan AIVAG

Hvað er það sem þið viljið hvetja notendur til að deila með öðrum á viðburðum?  
Við viljum skapa rými til að ímynda sér og skrifa framtíð sem við viljum sjá verða að raunveruleika. Deilum reynslu og áskorunum og skrifa saman til að skapa heim í sameiningu þar sem listafólk býr að réttindum og getur þrifist. 

Hvaða safnkostur er ómissandi í ykkar Stofu?  
Það er erfitt að segja, við erum mikið að vinna með löggjöf og nýja stjórnarskrá. Við höfum skrifað grein sem ber heitið „Það á að vera eftirsóknarvert fyrir listamenn að búa í Reykjavík.“  í tímaritinu Art in Iceland. Hægt er að nálgast greinina á bókasafninu. Bækur sem við mælum með eru til dæmis eftir rithöfundinn Liz FeketeEurope's Fault Lines - Racism and the Rise of the Right" og  "Mobility Justice: The politics of Movement in the Age of Extremes“. Svo einnig bókina eftir Grace NdirituBeing together otherwise: A manual for living”, sem er ekki í safnkosti Borgarbókasafnsins.

Stofan AIVAG

Stofa AIVAG er staðsett á 1. hæð í Grófinni og er opin frá 19.-26. mars 2024. AIVAG býður notendum bókasafnsins á vinnustofu þar sem hugmyndir um framtíðir eru safnaðar, en þau safna textum alla vikuna sem settir verða saman í hefti (e. zine) eftir að þeirra Stofa lokar. 

Einu sinni í mánuði er ný útgáfa af Stofu opnuð í takt við leiðandi stef verkefnisins -  Share the Care. Með Stofunni er kannað hvað gerir rými þannig að okkur langi til að setjast niður, staldra við og jafnvel hefja samtal við næsta mann. Tilgangurinn er að búa til stað sem þú tilheyrir – stað sem þú upplifir að sé þinn.  

Frekari upplýsingar um Stofuna | A Public Living Room veitir
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 19. mars, 2024 17:12