indoor library picnic

Pikknikk í Grófinni

Að þessu sinni voru það EAPN á Íslandi, samtök sem berjast gegn fátækt á Íslandi, sem voru gestgjafar okkar í Pikknikki í Grófinni. Þau buðu upp á nýkreistan appelsínusafa og Rice Krispies-kökur, ásamt bakkelsi og ferskum ávöxtum. Málefni sem flest spjölluðu um var hversu fá tækifæri væru á Íslandi að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum án þess að það kosti mikið. Skortur væri á tækifærum til samvista með börnum utan heimilis yfir veturinn.

close up bread and oranges

Lautarferðir voru eitthvað sem mörg tengdu við þegar þau bjuggu erlendis eða voru í fríi: að taka teppi og mat til að deila og sitja í almenningsgarði eða á strönd og spjalla og slaka á allan daginn. Kannski ættum við að gera það oftar í innirýmum þegar veðrið er vont?  Hvað er hægt að gera á kuldalegum vindadögum með börnunum? Sumir foreldrar minntust á að sig kviði fyrir því um helgar þegar veðrið er slæmt, því þá væri erfitt að finna eitthvað að gera með börnunum sem væri ekki rándýrt. Flest rýmin rukka aðgangseyri og of oft endaði maður á að gera það sama oft og þá færi börnum að leiðast.  

a group doing an indoor picnic

Í Grófinni leið okkur eins og á besta sumardegi, sólin skein í gegnum gluggana og slökuðum á og sum settu upp sólgleraugu - alveg hreint skínandi laugadagur á bókasafninu. 

Finndu fleiri Lautarferðir á bókasafninu HÉR

Nánari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir   
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka    
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is    

UppfærtFimmtudagur, 4. apríl, 2024 10:33