people having picnicn inside the library

Pikknikk í Úlfarsárdal

Íbúasamtökin í Úlfarsárdal voru Pikknikk-gestgjafar á bókasafninu þann 18. Apríl og þar var rætt hvernig hægt væri að gera hverfið ennþá betra. Hvað væri gott að hafa á bókasafininu sem myndi fá fólk til að koma saman. Fjölmargir tóku þátt í samtalinu á öllum aldri. Krakkarnir sem komu inn af æfingu og settust hjá okkur vildu Nammibar sem væri ekki á okurverði, og skemmtiklúbb - þar sem þau gera bara eitthvað skemmtilegt saman eins og að búa til veggspjöld. Frisbígolf er afar vinsæl íþrótt í hverfinu, það væri hægt að byrja með kynningu á bókasafninu og svo fara út á völl og æfa sig saman í frisbí, einnig væri félagsvist eða spilakvöld með Spilavinum líklega eitthvað sem fólk myndi sækjast eftir. Einnig væri mikilvægt að bjóða upp á aðstöðu inni á bókasafni til að leigja vinnuherbergi og fundarherbergi, bæði fyrir sprotafyrirtæki og einstaklinga.  

teenagers in the library

Það er marg skemmtilegt framundan hjá Íbúasamtökunum og við hjá bókasafninu viljum gjarnan styðja við þeirra starf. Rætt var að tengin við félög eins og íþróttahreyfinguna Fram styðja þau í sínu starfi, þar er að finna innviði og góða samstarfsaðla. Bókasafnið vill leggja sitt af mörkum við að efla félagsauð Íbúasamtakana.  Kannski næsta grillpartý ætti að vera á svölunum í bókasafninu? 
Við þökkum kærlega fyrir okkur.  

 

Meira um lautarferðirnar hér

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

UppfærtMiðvikudagur, 8. maí, 2024 11:49