Embla Bachmann heldur á bókinni sinni
Embla Bachmann rithöfundur verður með ritsmiðju í sumar

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
10-13 ára
Börn

Sumarsmiðja | Skapandi skrif

Miðvikudagur 14. ágúst 2024 - Föstudagur 16. ágúst 2024

Embla Bachmann er átján ára bókaormur sem hefur haft brennandi áhuga á ritlist í mörg ár og hlotið ýmis verðlaun fyrir skrif sín. Í fyrra kom út hennar fyrsta bók, Stelpur stranglega bannaðar og nú nýtir hún reynslu sína og kennir áhugasömum krökkum skapandi skrif.

Hvernig er hægt að sækja sér innblástur, skapa persónur og yrkja ljóð? Á námskeiðinu verða veitt svör við þessum spurningum og mörgum fleiri. Lögð verður mikil áhersla á að hafa gaman og að hver og einn þátttakandi fái að njóta sín.

Aldur:  Börn fædd 2011, 2012, 2013 og 2014.
Timi:  Smiðjan stendur yfir í þjá daga kl. 13:00-15:00.

Skráning á sumar.vala.is
HÉR má sjá lista yfir allar sumarsmiðjur bókasafnsins.

 

Nánari upplýsingar:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is |  411 6230