Kváradagurinn | Kvára- og kynsegin bækur

Kváradagurinn var haldinn hátíðlegur í annað sinn þriðjudaginn 21. mars, á fyrsta degi einmánaðar. Kváradagurinn er í anda bóndadagsins sem landinn fagnar á fyrsta degi þorra ár hvert og konudagsins á fyrsta degi góu. 

Orðið kvár er yfir fullorðinn kynsegin einstakling sem samsvarar orðunum karl og kona: hann er maður - hún er kona - hán er kvár

Á sama hátt er orðið stálp kynhlutlaust orð yfir kynsegin barn/ungmenni. 
Hann er strákur - hún er stelpa - hán er stálp.

Orðin kvár og stálp beygjast með eftirfarandi hætti. 

nf: kvár                            nf:  kvár
þf: kvár                            þf:  kvár
þgf: kvári                        þgf: kvárum
ef: kvárs                         ef: kvára
 

nf: stálp                          nf: stálp
þf: stálp                          þf: stálp
þgf: stálpi                      þgf: stálpum
ef: stálps                       ef: stálpa
 

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um kvára -og kynseginbækur sem finna má á bókasafninu og tilvalið er fyrir unga sem aldna að lesa sér til ánægju og fróðleiks. 

Materials