Smátextar | Hamingja

Hamingja

Regnið lamdi gluggann
hún stóð fyrir framan hann
hún horfði í augu hans
tók fast utan um hann
lagði höfuðið að bringu hans
hárið ilmaði

Hann tók um höfuð hennar
horfði í augu hennar
þrýsti henni að sér 
hún lokaði augum, umlaði lágt

Má ég kyssa þig ?
Já.

Hann kyssti hana löngum kossi
á þurrar kaldar varirnar
nartaði í neðrivörina
nartaði í efrivörina
en tungan var kyrr

Eintóm hamingja
Ég elska þig.

Höfundur: Helgi Klaus Páls

Næsti smátexti: Hornstaurinn og holan góða