Smátextar | Vorið

Vorið

vorið kom
með vindinum
vonin bundin
í moldinni

brún brekkan
tældi
blekkti
neyddi mig
til að níðast á arfanum
nýsprottnum
montnum spírunum

þær uggðu ekki
að gírugum
gúmmíhönskunum
sem vomuðu yfir
grænu illgresinu

Höfundur: Kristjana U. Valdimarsdóttir

Næsti smátexti: Ef þú legðir við hlustir myndir þú heyra