Sigrún Pálsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021

Til hamingju Sigrún!

Við óskum Sigrúnu Pálsdóttur rithöfundi og sagnfræðingi innilega til hamingju en hún hlaut nýverið Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir bók sína Delluferðin. Fjögur ritverk til viðbótar voru tilnefnd fyrir hönd Íslands; Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Dauði skógar eftir Jónas R