Ljóðaslamm 2023

Ljóðaslamm Borgarbókasafnins var endurvakið, eftir nokkurra ára hlé, á Safnanótt þann 3. febrúar 2023. Fimm keppendur á aldrinum 16-25 ára tóku þátt. Sunna Benjamínsdóttir Bohn fór með sigur úr býtum að þessu sinni með ljóðinu Hvernig á að gera ljóðaslamm - Leiðbeiningar. 

Atriði Sunnu má sjá í spilaranum neðst á þessari síðu

Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs þar sem flutningurinn er jafn mikilvægur og ljóðið sjálft. „Hefðbundinn“ ljóðaupplestur telst því ekki til ljóðaslamms, heldur er flutningurinn ákveðinn tegund af performans.

Keppendur ársins voru fimm:

  • Elísabet Sóldís Þorsteinsdóttir,
  • Embla Hall,
  • Lil Birdie (Ingibjörg Birta)
  • Sparkle (Sindri Freyr Bjarnason)
  • og Sunna Benjamínsdóttir Bohn.

Sigurvegarinn var sem fyrr segir Sunna Benjamínsdóttir Bohn. Embla Hall lenti í öðru sæti og Sparkle (Sindri Freyr Bjarnason) því þriðja.

verðlaunagripur fléttu

Sérstakur verðlauna- og farandbikar var hannaður af hönnunarteyminu Flétta, sem sérhæfir sig m.a. í að endurhanna nýja verðlaunagripi úr gömlum.

Dómnefnd skipuðu: Ljóðaslammarinn Jón Magnús Arnarsson, Steinunn Jónsdóttir úr Reykjavíkurdætrum og fyrir hönd Borgarbókasafnsins Örvar Smárason, sem er einnig meðlimur í hljómsveitunum FM Belfast og MÚM.

Kynnir kvöldsins var Valgeir Gestsson.

 

Flokkur
Merki
UppfærtÞriðjudagur, 5. desember, 2023 11:59