Anime klúbburinn hlýtur styrk frá Barnamenningarsjóði

Styrkþegar Barnamenningarsjóðs 2021

Við óskum Íslenska myndasögufélaginu innilega til hamingju með veglegan styrk upp á 700.000 krónur sem veittur var úr Barnamenningarsjóði við hátíðlega athöfn í Hörpu föstudaginn 28. maí. Styrkurinn gerir okkur kleift að þróa áfram starfsemi Anime klúbbsins sem hóf göngu sína á Borgarbókasafninu í byrjun ársins en klúbburinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 13-16 ára.

Viðtökurnar hafa verið framar vonum og ýmislegt hefur verið brallað í klúbbnum fram að þessu. Til stendur að útvíkka starfsemina og bjóða upp á Anime klúbb á tveimur söfnum, í Gerðubergi og Grófinni í haust svo það er um að gera fyrir Anime „fans“ að fylgjast með og skrá sig í klúbbinn.
Sjá hér nánari upplýsingar um starfsemi Anime klúbbsins...

Hólmfríður verkefnastjóri ásamt fulltrúum Myndasögufélagsins