Vilhelm Vilhelmsson

Lesandinn | Vilhelm Vilhelmsson

Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur, höfundur bókarinnar Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld, hélt fjölsótt erindi í Spönginni fyrir nokkru sem hann kallaði Vinnuhjúin og vistarbandið.

Hann mælir með bókinni Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem Kristín Svava Tómasdóttir skrifaði og gaf út hjá Sögufélagi í fyrra. Vilhelm segir um hana: „Virkilega vel skrifuð bók og vandað fræðirit um ritskoðun og tjáningarfrelsi og lítt þekkta afkima íslenskrar menningar um miðbik 20. aldar.“

Vilhelm er ekki einn um að kunna að meta bók Kristínar Svövu, en hún hlaut á dögunum viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. 

Hér fyrir neðan má finna nokkrar af bókum Vilhelms og Kristínar Svövu.

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 12:53
Materials