Bókband | námskeið
Bókband | námskeið

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Ungmenni

Sumarsmiðjur 13-16 ára | Bókband

Þriðjudagur 13. ágúst - Miðvikudagur 14. ágúst

Spennandi námskeið fyrir fólk á aldrinum 13 – 16 ára þar sem kennt verður að búa til myndalbúm og bók. Myndaalbúmið verður gert frá grunni, límt og saumað eftir kúnstarinnar reglum. Klæðninguna ákveða þátttakendur sjálfir og er þeim velkomið að taka með pappír eða teikningu að heiman. Upplagt er að endurnýta pappír en nægur efniviður verður á staðnum.  

Bókin er gerð með blizzard broti og er tilvalið að nota hana sem skissu- eða minnisbók.

Leiðbeinendur eru Elísabet Skúladóttir bókbindari og Kristin Arngrímsdóttir myndlistarmaður.

Skráning nauðsynleg, hægt er að skrá sig á safninu eða í síma 411-6250

Allt efni á staðnum og ókeypis þátttaka.

Nánari upplýsingar:
Elísabet Skúladóttir
elisabet.skuladottir@reykjavik.is
411 6250