Vinalestur Heiðrúnar | Lesþjálfun til framtíðar

Vinalestur Heiðrúnar

Vinalestur Heiðrúnar fer fram alla virka daga í Borgarbókasafninu Gerðubergi frá kl. 15:00-18:00. 

Lestraraðstoðin fylgir skólaárinu - hefst í september og endar í maí. 

Lestraraðstoðin er fyrir börn innflytjenda á aldrinum 6 - 10 ára. 
Lesnar eru skemmtilegar bækur og svo teiknaðar myndir sem tengjast efni bókanna.

Farið er í vettvangsferðir og staðið fyrir skemmtilegum viðburðum.

Nánari upplýsingar veitir:
Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir
vinalestur.heidrunar@gmail.com
Með fyrirspurn er gott að láta fylgja með nafn barns, nafn foreldris og símanúmer.