Hatursorðræða - Hunsun

Hatursorðræða felur í sér alla tjáningu sem hvetur til, stuðlar að, dreifir eða réttlætir ofbeldi, hatur eða mismunun gegn einstaklingi eða hópi fólks, eða sem rægir þá, vegna raunverulegra eða ætlaðra persónueinkenna þeirra eða stöðu eins og kynþáttar, litarháttar, tungumáls, trúar, uppruna, aldurs, fötlunar, kyns, kynvitundar eða kynhneigða.

Í dag er að mestu leyti horft framhjá hatursorðræðu og hatursglæpir eru sjaldnast tilkynntir, þeir eru ekki rannsakaðir sem slíkir og eru óskráðir. Með þessu eru fórnarlömb hatursorðræðu og hatursglæpa einangruð og standa oftast ein

Ein af afleiðingum hatursorðræðu er að fólk dragi sig út úr opinberri umræðu. Í verkefninu Kærleiksorðræða vill Borgarbókasafnið skapa vettvang þar sem fjölbreyttir hópar fá tækifæri til að tjá sig um sína reynslu með eigin hætti – þitt mál er mitt mál. Íslenskan er mál okkar allra rétt eins og baráttan gegn hatursorðræðu og fyrir meiri kærleik í samskiptum.

Frekari upplýsingar um þróun verkefnisins: Kærleiksorðræða