Öll jóladagatöl Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar

Hvað er betra á aðventunni en að fylgjast með spennandi jólasögu?  Dagana 1. - 24. desember geta foreldrar og börn lesið saman einn kafla á dag í sögunni Nornin í eldhúsinu um leið og tilhlökkunin til jólanna byggist upp.

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2020 er skrifað af Tómasi Zoëga  og myndskreytt af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur.

Frá árinu 2016 hefur Borgarbókasafnið birt jóladagatal fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri á miðlum safnsins. Jóladagatalið hefur verið aðgengilegt á vef og Facebooksíðu Borgarbókasafnsins og á vef og Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar. Sögurnar hafa einnig verið lesnar inn í Hlaðvarp Borgarbókasafnsins.

Hér til hliðar má finna Nornina sem og öll jóladagatöl fyrri ára.

Sjá aðventu- og jóladagskrá Borgarbókasafnins.