Hannyrða- og bókahittingur í Grófinni
Hannyrða- og bókahittingur í Grófinni

Hugmyndir að lesefni frá þeim sem mættu í hannyrða- og bókahittinginn

Bókalisti hér fyrir neðan

Það var fámennt en góðmennt í hannyrða- og bókahittingnum á fimmtudaginn var. Við komum okkur vel fyrir í Hannyrðahorninu með rjúkandi kaffibolla og drógum upp handavinnuna. Í spjalli okkar komumst við fljótlega að því hve sammála við vorum um hversu notalegt er að hlusta á sögur yfir handavinnunni; hvað þessi tvö áhugamál fara ótrúlega vel saman. Og raunar er svo sem hægt að hlusta á sögur við alls konar tilefni; í göngutúrum, í bílaumferðinni, í strætó og við heimilisstörfin.

Við spjölluðum vítt og breitt um þær bækur sem við höfum lesið eða hlustað á að undanförnu. Og allar vorum við sammála um að það væri alltaf gott að fá nýjar hugmyndir að lesefni. Og því deilum við þessum hugmyndum með ykkur! Þið getið smellt á bækurnar hér fyrir neðan, tekið frá þær sem ykkur líst vel á og sótt á það safn sem ykkur hentar best.

Sjáumst næsta fimmudag!

Materials